Um MeMe Knitting

Sæl öllsömul! 

Selma heiti ég og er konan á bak við MeMe Knitting.

Ég er 29 ára móðir, eiginkona, prjónakona, viðskiptafræðingur og alls konar skemmtilegt!

Alla mína tíð hef ég haft ánægju af handavinnu af öllum toga en prjón hefur alltaf átt alla mína ástúð. Ég kláraði Fata- og textílbraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 2012 þar sem ég öðlaðist þann grunn sem þurfti til að koma MeMe Knitting af stað. 

MeMe Knitting varð þó ekki til fyrr en í fæðingarorlofi í byrjun árs 2018 þegar ég eignaðist dóttur mína, hana Emilíu Við fjölskyldan bjuggum í Pittsburgh í Bandaríkjunum á þeim tíma þar sem maðurinn minn var í námi. Prjónarnir voru teknir upp þar eftir langa pásu og hafa ekki verið látnir niður síðan.

Fyrsta garnið kom í sölu í apríl 2019 frá Kelbourne Woolens og hefur stöðugt aukist vöruframboðið síðan þá og eru nú yfir 200 vörur í sölu. Í júní 2020 var svo opnuð aðstaða í Ármúla 34 þar sem hægt er að versla garn, fylgihluti og bækur ásamt því að koma á námskeið og sækja ráðleggingar er varðar prjón og garn.

Yndislegt hefur verið að vera að þróa MeMe Knitting síðustu árin og hlakka ég mikið til framtíðarinnar!

Kær kveðja,

Selma