YRKI smekkbuxur eru hluti af YRKI línunni frá MeMe Knitting. Buxurnar eru prjónaðar neðan frá í hring. Smekkur og bönd eru svo prjónuð fram og til baka. Fallegar smekkbuxurnar í einfaldleika sínum fyrir litlu börnin.
Stærðir
|
Yfirvídd
|
Garn*
|
1-3 mánaða
|
43 cm
|
100 g
|
3-6 mánaða
|
46 cm
|
150 g
|
6-9 mánaða
|
48 cm
|
150 g
|
9-12 mánaða
|
50 cm
|
150 g
|
12-18 mánaða
|
52 cm
|
200 g
|
18-24 mánaða
|
54 cm
|
200 g
|
2-3 ára
|
56 cm
|
250 g
|
3-4 ára
|
59 cm
|
300 g
|
*Athugið að um áætlað magn af garni er að ræða og er ólíkt eftir garni og prjónara hversu mikið þarf. Miðað er við Scout frá Kelbourne Woolens.
Garn
Scout frá Kelbourne Woolens (100g/250m), Bébé Soft Wash (50g/140m) eða Double Sunday frá Sandnes Garn (50g/108m).
Það sem þarf
- 4,0 mm hringprjón (40 cm og 80 cm)
- 4,0 og 3,5 mm sokkaprjóna
- Prjónamerki
- Nál fyrir affellingu og frágang
Prjónfesta
10 cm = 22 lykkjur sléttprjón
Mér þætti vænt um að sjá handverkið þitt merkt með
#yrkismekkbuxur og #memeknitting
á samfélagsmiðlum