HUGINN barnapeysa er prjónuð ofan frá í hring með einföldu mynstri á berustykkinu og góðum rúllukraga fyrir kalda daga. Uppskriftin er einföld í framkvæmd og hentar vel byrjendum sem reyndari prjónurum. Tilvalin peysa fyrir káta krakka.
| Stærðir | Yfirvídd | Garn | Aukalitur |
| 1-2 ára | 61 cm | 200 gr | 100 gr |
| 2-4 ára | 65 cm | 200 gr | 100 gr |
| 4-6 ára | 72 cm | 200 gr | 100 gr |
| 6-8 ára | 76 cm | 300 gr | 100 gr |
| 8-10 ára | 82 cm | 300 gr | 100 gr |
Miðað er við 100 gramma hespur Scout.
Athugið að um áætlað magn er að ræða og er ólíkt eftir garni og prjónara hversu mikið þarf.
Scout frá Kelbourne Woolens (sýnt á mynd) eða Semilla. Fæst í vefverslun MeMe Knitting.
10 cm = 22 lykkjur sléttprjón á 4,0 mm prjóna.