Garn eftir prjónfestu

Ertu í vandræðum með að velja garn í prjónaverkefnið?

Hér að neðan má finna lista yfir mismunandi garntegundir og blöndur sem nota má flokkað eftir prjónfestu. Bæði verður tekið fram þegar verið er að nota einfaldan þráð af garni og einnig þegar verið er að nota annan þráð með, t.d. tvöfalt garn eða fíngerður þráður prjónaður með eins og mohair eða bouclé garn. Listinn verður uppfærður reglulega. 

Athugið að misjafnt er eftir hverjum og einum prjónara hvaða prjónastærð þarf að nota til þess að fá uppgefna prjónfestu. Ég mæli alltaf með því að byrja á því að prjóna eina litla prufu þegar verið er að nota nýja tegund til þess að sannreyna prjónfestu og þá hvaða prjónastærð hentar best. Þannig má tryggja að flíkin endi í réttri stærð. 

Miðað er við fjölda lykkja á 10 cm breidd

14-15 lykkjur

16-17 lykkjur

18-19 lykkjur

20-21 lykkjur

22-23 lykkjur

24-25 lykkjur

25-27 lykkjur

28-30 lykkjur