









Chunky Ylja lambhúshetta er þykk og leggst einstaklega vel að höfði barnsins. Stuttar umferðir eru gerðar eftir brugðningu svo hún nær vel fram á ennið og einnig aftan við hnakka. Berustykkið nær vel niður á bringu og bak en auðvelt er að stýra lengdinni eftir hentisemi.
Stærðir |
Garn: Semilla Grosso / Silky Kid Mohair |
6-12 mánaða | 100 gr / 25 gr |
1-2 ára | 100 gr / 25 gr |
2-3 ára | 100 gr / 25 gr |
3-4 ára | 150 gr / 25 gr |
4-5 ára | 150 gr / 25 gr |
*Athugið að um áætlað magn af garni er að ræða og er ólíkt eftir garni og prjónara hversu mikið þarf.
Húfan er prjónuð með tveimur þráðum saman. Semilla Grosso frá BC Garn (80m/100g) og Silky Kid Mohair frá Kremke Soul Wool (120m/25g).
16 lykkjur á 10cm