















Hlýja hettupeysa er prjónuð ofan frá og niður. Sérlega þægileg peysa með víðu sniði sem þjónar tilgangi bæði peysu og lambhúshettu þar sem hettan heldur nokkuð vel að höfði barnsins. Byrjað er á hettuopinu. Vasinn er svo prjónaður eftir á.
Stærðir | Garn* |
6-12 mánaða | 300 gr |
1-2 ára | 350 gr |
2-4 ára | 450 gr |
4-6 ára | 550 gr |
6-8 ára | 650 gr |
*Athugið að um áætlað magn af garni er að ræða og er ólíkt eftir garni og prjónara hversu mikið þarf. Miðað er við Hamelton no.2 frá BC Garn.
Hamelton no. 2 frá BC Garn. Retreat frá West Yorkshire Spinners og Snefnug frá CaMaRose hentar einnig.
15 lykkjur og 23 umferðir á 10 x 10 cm